Vinningshafar í ratleik í Bátasafni Gríms Karlssonar

Vinningshafar ásamt fræðslufulltrúa og umsjónarmann Duushúsa þeim Guðlaugu Maríu og Guðmund Inga.
Vinningshafar ásamt fræðslufulltrúa og umsjónarmann Duushúsa þeim Guðlaugu Maríu og Guðmund Inga.

Það voru lukkuleg börn og aðstandendur þeirra sem tóku á móti verðlaunum í Duushúsum á mánudag eftir að hafa verið dregin út úr hópi 50 fjölskyldna sem þátt tóku í ratleik í Bátasafni Gríms Karlssonar á Ljósanótt.

Leikurinn gekk út á að svara spurningum og leysa þrautir í safninu sem um leið skildi vonandi eftir sig dálítinn fróðleik úr sögu sjósóknar Íslendinga fyrr og nú.

Hinir heppnu þátttakendur í ár voru Gunnhildur Ólöf og Rhys Ragnar barnabörn Ragnheiðar Skúladóttur, Svava, Sigurpáll og Sigurður og þær Júlía Rún, Alexandra Líf og Guðrún.