Ákveðið að ljúka ritun sögu Keflavíkur

Bæjarfulltrúar, ritari og bæjarstjóri á 1200. fundi bæjarráðs. Frá vinstri, Jóhann Friðrik Friðriks…
Bæjarfulltrúar, ritari og bæjarstjóri á 1200. fundi bæjarráðs. Frá vinstri, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Hrefna Gunnarsdóttir ritari, Friðjón Einarsson formaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Gunnar Þórarinsson og Baldur Guðmundsson varamaður Margrétar Sanders.

Tímamótafundur var í bæjarráði í morgun þegar 1200. fundurinn fór fram. Tímamótanna var meðal annars fagnað með þeirri ákvörðun að semja um lok á skráningu sögu Keflavíkur. Keflavíkurkaupstaður á 70 ára afmæli á árinu og Reykjanesbær 25 ára afmæli.

Saga Keflavíkur er til í þremur bindum og lýkur árið 1949 þegar Keflavík fékk kaupstaðaréttindi. Bjarni Guðmarsson skráði. Með skráningu fjórða og síðasta bindis verður síðustu 45  árum í sögu Keflavíkurkaupstaðar 1949-1994 gerð skil. Reykjanesbæ varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994 og fagnar því 25 ára afmæli á árinu.

Sögu annarra bæjarhluta Reykjanesbæjar, Hafna og Njarðvíkur, er lokið. 

Með því að smella á þennan tengil má lesa stutta útgáfu af sögu bæjarhlutanna og Reykjanesbæjar. 

Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerð bæjarráðs frá 1200. fundi.