Hér er Jón Adolf byrjaður að móta höfuð risans nærri uppsetningarstað við Víkingaheima.
Hér er Jón Adolf byrjaður að móta höfuð risans nærri uppsetningarstað við Víkingaheima.

Hagleiks- og listamaðurinn Jón Adolf Steinólfsson er byrjaður að saga bergrisann, einn landvætanna, út úr klettagrjóti frá Helguvík. Hér er kominn einn af fjórum landvættunum, sá er óð út í sjóinn sunnan við land.

Á svæði Víkingaheima mun 8 metra bergrisi, líkt og í skjaldarmerkinu, trjóna á útnesinu í Njarðvíkinni við  sýningarhús víkingaskipsins Íslendings.
Hinar landvættirnar voru griðungur, gammur og dreki. 

Hugmyndin um landvættirnar fjórar á sér fyrirmynd í kerúbum sem Gyðingar hugsuðu sér að héldu vörð um guð. Í kristnum sið urðu þessi andlit tákn guðspjallamannanna fjögurra.