Börn í leikskólum vel undirbúin undir grunnskólagöngu

Kærleikur í leikskólanum.
Kærleikur í leikskólanum.

Greinilegt er að börn í leikskólum Reykjanesbæjar eru betur undirbúin undir grunnskólagöngu en áður. Þau þekkja betur ýmis stærðfræðihugtök og eru tilbúnari til lestrarnáms nú en áður.

Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla segir að hluta framfara í læsismálum í grunnskólum í bænum megi rekja til þess að áherslur eru breyttar í leikskólum. 

Aðspurð segir  Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi að allir leikskólar á Reykjanesi leggi nú  áherslu á grunnþættina stærðfræði og læsi frá tveggja ára aldri og það skili sér bæði í áhugasamari og betur undirbúnum nemendum  við upphaf grunnskólagöngu.