Dagforeldri í 41 ár

Ólöf Marteinsdóttir með barn í fangi
Ólöf Marteinsdóttir með barn í fangi

Ólöf Marteinsdóttir lét af störfum sem dagforeldri í Reykjanesbæ 5. júní síðastliðin eftir að hafa starfað samfleytt við daggæslu ungra barna frá árinu 1979 eða í 41 ár.

Víst er að margir íbúar á öllum aldri eiga hlýjar og góðar minningar frá dvölinni hjá Ólu eins og hún er oftast kölluð. Í tilefni þessara tímamóta heimsóttu bæjarstjóri, sviðstjóri fræðslusviðs og leikskólafulltrúi Ólöfu og færðu henni blóm ásamt þökkum fyrir gott og farsælt starf í þágu barna í sveitarfélaginu.

Að vanda var fullt af yngstu íbúum bæjarins hjá Ólu eins og meðfylgjandi myndir sýna.