Fyrirlestur um LÆSI

Frá fyrirlestrinum í Bíósal.
Frá fyrirlestrinum í Bíósal.

Húsfyllir var í bíósal DUUS-húsa, þriðjudaginn 16.október,  þegar Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið HÍ, flutti fyrirlestur um læsi, í tengslum við innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár.  Baldur hefur rýnt í hugtakið og skoðað hvernig það birtist í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla þar sem læsi er túlkað í víðasta skilningi.
Baldur höfðaði til kennara um að halda orðaforðanum að börnum, forðast „orðfæðarstefnu“ eða flótta frá tungumálinu.   Hann vísaði til kennarastarfsins og sagði að kennarinn væri lykillinn að námsárangri nemenda. 
Baldur bað kennara að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
Hvað eiga nemendur mínir að gera þegar þeir fara frá mér, í aðra skóla eða út í lífið?           
Hvers konar lesendur vil ég að nemendur mínir verði?
Hvað get ég gert til að hafa áhrif á það?