Glæsileg Bardagahöll tekin í notkun

Það tóku margir andköf þegar þetta atriði frá Taekwondo deildinni var sýnt við vígsluna.
Það tóku margir andköf þegar þetta atriði frá Taekwondo deildinni var sýnt við vígsluna.

Á föstudag var Bardagahöllin við Smiðjuvelli vígð. Í höllinni eru æfðar margvíslegar bardaga- og sjálfsvarnaríþróttir eins og júdó, hnefaleikar, taekwondo, jiu jitsu og glíma. 

Við vígsluna ræddu forsvarsmenn deildanna um mikilvægi þess að hafa góða aðstöðu til iðkunar. Keppendur úr Reykjanesbæ í þessum greinum hafa verið að gera það gott og unnið til fjölda verðlauna bæði á Íslandi og  erlendis. Árangur keppenda í teakwondo hjá tiltölulega ungri íþróttagrein hér í bæ hefur vakið eftirtekt. Þar hefur iðkun barna auk þess laðað marga foreldra að íþróttinni.

Þeir sem voru viðstaddir vígsluna fengu sýnikennslu í öllum greinunum. Oft mátti heyra andvarp frá áhorfendum þegar flogið var í lofti og glímukappar felldir. Allt fer að sjálfsögðu fram i mesta bróðerni og systraþeli. 

Hér má sjá unga glímukappa og yfirþjálfara júdódeildarinnar Guðmund Stefán Gunnarsson

Tekist á í hringnum í aðstöðu hnefaleikadeildarinnar

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri óskar deildunum til hamingju með nýju aðstöðuna. Hjá stendur Eva Stefánsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs