Gos hafið á Reykjanesi

Mynd fengin að láni frá mbl.is  |   Arnþór Birkissson
Mynd fengin að láni frá mbl.is | Arnþór Birkissson

Gos er hafið á Reykjanesi. Staðsetning gossins er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi. Kvika hef­ur náð upp á yf­ir­borð jarðar á Reykja­nesskaga, nán­ar til­tekið í vest­an­verðum Mera­döl­um – um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Vísindafólk er á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.

Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.

Almannavarnastig lækkað niður á hættustig vegna eldgossins í Meradölum

Vísindafólk og fulltrúi frá Almannavörnum fóru í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgossins. Það er mat þeirra að eldgosið sé fremur lítið og ógni ekki byggð eða mannvirkjum.

Í kjölfar könnunarflugsins var farið yfir tiltæk gögn og ákveðið af Ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.

Almannavarnir - upplýsingar