- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Reykjanesbær vill vekja athygli á þessu þarfa verkefni á táknrænan hátt. Eins og gestir Ljósanætur hafa líklega tekið eftir þá skartaði götulýsing við Hafnargötu sínu fegursta yfir Ljósanæturhátíðina og bauð upp á marglita ljósasýningu sem skipti stöðugt litum. Ljósastaurar við Hafnargötu á milli Tjarnargötu og Duusgötu búa yfir nýrri snjalltækni sem gerir kleift á einfaldan hátt að lýsa upp hjálma hvers lampa með öllu litrófinu um leið og lampinn lýsir hvítu ljósi á gangstéttir. Þessi tækni býður upp á að hægt verður að nýta ljósin til að vekja athygli á ýmsum viðfangsefnum. Í tilefni af átaksverkefninu gulum september munu hjálmarnir því varpa gulu ljósi til að vekja athygli á og auka meðvitund um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.
Undirbúningshópur verkefnisins bindur vonir við að fólk taki höndum saman um málaflokkinn í september, bæði með því að klæðast og skreyta í gulum lit. Þá hvetur hópurinn jafnframt verslanir til þess að hafa gular vörur og fatnað í forgrunni verslana. Guli dagurinn verður jafnframt haldinn hátíðlega á fimmtudag 7. september, og eru allir hvattir til að klæðast gulu þann dag. Deila mynd af gulri stemmingu og notast við myllumerkið #gulurseptember.
Að verkefninu um gulan september standa fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.