Hvað gerir bæjarstjóri, byggingafulltrúi, kennari, starfsfólk safna og félagsmiðstöðva?

Nemendum gafst m.a. kostur á að bregða sér á bæjarstjórnarfund með aðstoð tækninnar. Kjartan Már Kj…
Nemendum gafst m.a. kostur á að bregða sér á bæjarstjórnarfund með aðstoð tækninnar. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Einar Ingi Einarsson kerfisfræðingur ræða við nemanda. Bakvið þá má sjá Ragnheiði Eir Magnúsdóttur hljóðfærakennara og Bryndísi Guðmundsdóttur skólastjóra.

Reykjanesbær tók þátt í starfsgreinakynningu fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurnesjum sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut í gær. Starf bæjarstjóra var þar kynnt í fyrsta sinn, ásamt starfi byggingafulltrúa, tónlistarkennara, starfsgreinum í grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og söfnum í bænum.

Alls 108 störf voru kynnt á starfsgreinakynningunni í gær og hefur fjöldinn og fjölbreytnin aldrei verið eins mikil. Markmiðið er að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu. Kynningin er ekki síður mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.

Sveinn Björnsson kynnti starf byggingafulltrúa   

Sigrún Ásta Jónsdóttir og Guðlaug María Lewis kynntu safnastörf