Dans er meðal þeirra námskeiða sem hvatagreiðslur ná til.
Dans er meðal þeirra námskeiða sem hvatagreiðslur ná til.

Foreldrar barna sem stunda viðurkennt íþrótta-, tómstunda- eða listnám eiga kost á hvatagreiðslum að upphæð 28 þúsund krónur með hverju barni á aldrinum 6 - 18 ára. Greiðslan verður þó aldrei hærri en nemur kostnaði við námskeið. 

Information in English can be approached here

Mikið af nýjum fjölskyldum hafa flutt í bæinn að undanförnum og starfsfólki Reykjanesbæjar verið ljóst að ekki séu allir meðvitaðir um hvatagreiðslurnar.

Fyrirkomulagið er með þessum hætti: Gjaldkerar íþrótta- og tómstundafélaga og listgreina eiga að senda staðfestingu á greiðslu námskeiðsgjalds á rafrænu formi á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is. Upplýsingarnar tengast svo við fjölskylduaðgang viðkomandi á Mitt Reykjanes, www.mittreykjanes.is þar sem foreldri fyllir út upplýsingar um bankareikning og staðfestir iðkun barnsins. Í framhaldi mun þjónustuver Reykjanesbæjar greiða 28.000 krónur fyrir hvert barn. Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar á tímabilinu 10. febrúar til 28. desember ár hvert.

Hvatagreiðslur er ekki hægt að nýta fyrir Frístundaheimili skólanna. Þá er skilryði að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar má nálgast hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa í símanúmerið 898-1394 eða netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is

Nánari upplýsingar um hvatagreiðslur má nálgast hér