Íbúafundur á Nesvöllum

Nesvellir.
Nesvellir.

Reykjanesbær boðar til íbúafundar um samning Reykjanesbæjar við Hrafnistu um rekstur nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 17.30 - 19.00.  Gerð verður grein fyrir skipulagi nýja hjúkrunarheimilisins, kynntar niðurstöður samkomulagsins við Hrafnistu og „lev og bo“ hugmyndafræðin sem Hrafnista hyggst vinna eftir á heimilinu. 

"Við viljum kynna hinum almenna íbúa þá jákvæðu þróun sem er að verða hér með tilkomu nýja hjúkrunarheimilisins. Þetta á ekki aðeins við aðstandendur þeirra sem nú þurfa hjúkrunarpláss, öll eigum við ættinga hér á Suðurnesjum sem kynnu að þurfa þessa aðstöðu síðar. Svo kemur kannski einhvern tíma að okkur sjálfum, svo ég vona að sem flestir nýti sér kynninguna" segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.