Íbúar Lestrareyju orðnir 140

Lestrareyja sumarlesturs
Lestrareyja sumarlesturs

Íbúum Lestrareyju hefur fjölgað hratt í júnímánuði og er íbúafjöldi nú kominn í 140.

Grunnskólabörn í Reykjanesbæjar hafa á undanförnum vikum verið dugleg að skrá sig í sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar og þar með gerst íbúar á Lestrareyjunni.  Þau byggja nú varnargarð af kappi, þar sem sjóræningjaskip er í augsýn en efniviðurinn er litríkar doppur sem tákna lesnar bækur.

Eyjan er orðin þéttsetin og má reikna með að hún verði fullmönnuð áður en sumarið er liðið. 

Hér má sjá lestrareyjuna