Íbúum boðið að rækta kartöflur og kál í sumar

Nú getur fólk farið að rækta sínar eigin kartöflur
Nú getur fólk farið að rækta sínar eigin kartöflur

Reykjanesbær mun bjóða áhugasömum íbúum reiti til að rækta kál og kartöflur í sumar.

Gömlu kartöflugarðarnir í Grófinni verða plægðir upp og til að byrja með verður úthlutað um 40 reitum sem eru um 20 fermetrar. Garðarnir verða íbúum að kostnaðarlausu í sumar þar sem óvissa ríkir um gæðin á jarðveginum.

Þeir sem hafa áhuga á að rækta kartöflur og kál í sumar geta því haft samband við Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420 3200.