Íþrótta- og tómstundastarf er að hefjast

Æfing í Reykjaneshöll
Æfing í Reykjaneshöll

Flest allt íþrótta- og tómstundastarf í Reykjanesbæ er að fara í gang sem er ánægjulegt. 

Takmarkanir:

  • Leik- og grunnskólabörn í 1.-4. bekk mega vera 50 saman að hámarki
  • Grunnskólabörn í 5.-10. bekk mega vera 25 saman að hámarki.
  • Blöndun hópa er leyfileg
  • Iðkendur fæddir 2004 og eldri geta ekki hafið æfingar að þessu sinni. Þeir sem lokið hafa 10. bekk geta því ekki hafið æfingar strax.
Minnum á tómstundastyrkinn sem að Félagsmálaráðuneytið var að setja af stað og hvatagreiðslur Reykjanesbæjar sem greiddar eru út allt árið í kring.