Kampakátar geitur

Geiturnar við Kamb.
Geiturnar við Kamb.

Í morgun ákvað starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar að gera smá tilraun og beita geitunum úr landnámsdýragarðinum á steinana á Kampi í innri Njarðvík.

Geiturnar voru mjög sáttar og kjömsuðu á lúpínu, hófblöðku, njóla og túnfíflum.  Þetta er ein af þeim vistvænu leiðum sem notaðar eru víða um heim á svæði þar sem gengur ekki að beita sláttuvélum. 

Skemmtilegt verkefni sem vakti lukku á meðal vegfarenda og er stefnan að útfæra þetta og þróa frekar.