- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir einstaklinga sem eru 65 ára eða eldri. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Janusar heilsueflingar. Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarþjálfun, reglulegar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að gera einstaklinginn hæfari til að spyrna fótum gegn öldrunareinkennum og takast betur á við heilsutengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri.
Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú sótt um þátttöku með því að smella hér
Hvetjum þig til að mæta á kynningarfund í Íþróttaakademíunni mánudaginn 5. september kl. 17:00. Þar verður farið yfir verkefnið, innihald þess og markmið auk þess sem spurningum er svarað um efnið.