Leikskólinn á Ásbrú mun heita Skógarás

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar tilkynnir um nýtt nafn.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar tilkynnir um nýtt nafn.

Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi í heilsuleikskólanum Háaleiti sem fram fór á miðvikudag.

Valið á nafninu fór þannig fram að foreldrum,starfsmönnum og börnum gafst kostur á að koma með tillögur.  Það var síðan bæjarráð og kjörnir fulltrúar í fræðsluráði sem kusu um nafn og niðurstaðan var Skógarás.  

Heilsuleikskólinn Háaleiti verður fluttur síðar á árinu að Skógarbraut 932 og fær um leið nýtt nafn. Hann mun þá heita heilsuleikskólinn Skógarás sem skýrskotar bæði til götunnar sem hann stendur við og hverfisins, Ásbrúar. 

Hér sést húsnæðið að Skógarbraut 932 þar sem heilsuleikskólinn Skógarás verður til húsa