Ljósaganga á Degi leikskólans

Frá ljósagöngu
Frá ljósagöngu

Dagurinn 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri  leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  Dagurinn er samstarfsverkefni FL, FSL, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta - og menningarmálaráðuneytisins og Heimilis og skóla .  Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann,vekja umræðu um hlutverk leikskólans og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Leikskólar hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og í dag var engin undantekning.

Leikskólar Reykjanesbæjar létu ekki sitt eftir liggja og á meðfylgjandi mynd má sjá börn af leikskólanum Holti í ljósagöngu sem þau fóru í af tilefni dagsins.  Öll börn voru með ljós og var gengið að Akurskóla og sungið fyrir grunnskólabörnin.  Þetta var afar skemmtileg ævintýraferð í roki og skemmtilegu veðri.  Tilgangur ljóssins var að varpa ljósi á leikskólabarnið og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.