Málþing um mikilvægi útiveru og frjálsan leik barna

Á málþinginu verður fjallað um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna m.a. frá þekktum Ted f…
Á málþinginu verður fjallað um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna m.a. frá þekktum Ted fyrirlesara að nafni Griffin Longley, sem er frumkvöðull í þessum málefnum og framkvæmdastjóri Nature Play í Ástralíu.

„Út að leika" er heiti á málþingi sem haldið verður í fyrirlestrarsal Keilis að Grænásbraut 910  föstudaginn 10. maí kl. 13:00 til 15:00. Málþingið fjallar um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna, sem nú fer að bresta á eftir langan vetur. Málþingi er liður í Listahátíð barna,

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

  • Griffin Longley, ástralskur fjölmiðlamaður og frumkvöðull í öllu sem viðkemur útiveru og frjálsum leik barna. Griffin er stofnandi og framkvæmdastjóri Nature Play í Ástralíu. Erindi hans er á ensku.
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins kynnir áherslur í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og ungmennahússins.
  • Björn Þór Jóhannsson mannfræðingur kynnir mikilvægi leikja með börnum og ungmennum og ekki síst í hópefli starfsfólks.

Í tengslum við málþingið verður boðið upp á  ævintýraferð fyrir fjölskylduna upp á Þorbjörn  laugardaginn 11. maí kl. 10:30 til 12:30. Leikarar úr Leikfélagi Keflavíkur verða með í för og halda ævintýrinu á lofti. Félagar úr Björgunarsveitinni taka einnig þátt í göngunni til tryggja öryggi fólks.

Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag.