Nettómótið í Reykjanesbæ

Ljóst er að nýtt þátttökumet verður slegið enn eina ferðina því alls hafa 190 keppnislið verið skráð til leiks frá 24 félögum á Nettómótinu í körfubolta sem fram fer um næstu helgi. 

Til samanburðar má geta þess að 148 keppnislið léku á mótinu í fyrra þannig að aukningin er heil 25%. Samkvæmt þessu eru keppendur um 1300 talsins.

Félögin sem taka þátt í ár eru eftirfarandi:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hörður, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, UMF Hekla, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Mynd: Listaverkið Hlutverk við Fitjarnar hefur nú fengið nýtt hlutverk en það er að vekja athygli á körfuboltamóti krakka 11 ára og yngri.