Ný gjaldskrá hefur tekið gildi

Nú er dagurinn farinn að lengjast og sólin að hækka á lofti. Hér er sólarupprás á fallegum vetrarde…
Nú er dagurinn farinn að lengjast og sólin að hækka á lofti. Hér er sólarupprás á fallegum vetrardegi í Reykjanesbæ. Ljósmynd: Stefán Magnússon

Ný gjaldskrá Reykjanesbæjar tók gildi um áramótin. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar, einnig aðgangseyrir í Duus Safnahús og Hljómahöll. Gjald í almenningssamgöngur innanbæjar helst óbreytt sem og útsvarsprósenta. Lítilsháttar hækkun verður á flestum gjaldaliðum í takt við almennar vísitöluhækkanir. Flestar hækkanir á þjónustugjöldum eru í kringum 3%.

Með því að smella á þennan tengil opnast Gjaldskrá Reykjanesbæjar 2019.