Friðrik Valdimar Arnarson og Hafliði Ingason komu færandi hendi til Reykjanesbæjar í gær með Stoppu…
Friðrik Valdimar Arnarson og Hafliði Ingason komu færandi hendi til Reykjanesbæjar í gær með Stoppustuð að gjöf frá Orkusölunni.

Starfsmenn Orkusölunnar, þeir Hafliði Ingason og Friðrik Valdimar Arnarson færðu Reykjanesbæ rafbílahleðslustöðina Stoppustuð í vikunni. Með því vill Orkusalan hvetja til aukinnar notkunar rafbíla.

Orkusalan er stór smásali í rafsölu um allt land, en fyrirtækið framleiðir, kaupir og selur rafmagn til heimila, stofnana og fyrirtækja. Á undanförnum vikum hafa þeir Hafliði og Friðrik ferðast um allt land til að færa öllum bæjarfélögum landsins, samtals 74, hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið kallar fyrirtækið „Rafbraut um Ísland.“