Frá undirritun samningsins, f.v. Jóhann Gunnarsson sölustjóri Pennans, Helgi Arnarson sviðsstjóri F…
Frá undirritun samningsins, f.v. Jóhann Gunnarsson sölustjóri Pennans, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ingimar Jónsson forstjóri Pennans og Aníta Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri Pennans í Reykjanesbæ.

Penninn ehf. átti lægsta tilboðið í sameiginlegu örútboði Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kaupa á námsgögnum fyrir grunnskólabörn. Samningur milli Reykjanesbæjar og Pennans var undirritaður í síðustu viku og mun hann gilda skólaárið 2018-2019. 

Sameiginlegur ávinningur þessara tveggja sveitarfélaga var mjög góður í þessu örútboði eða 64,2%. Almenn ánægja er í báðum sveitarfélögunum. Ávinningur RNB eins og sér var 64,4% eða kr. 9.506.876.-

Alls bárust þrjú tilboð og voru þau öll undir kostnaðaráætlun sveitarfélaganna.  Penninn ehf. bauð lægsta heildartilboðsverðið og eftir mat á vöruframboði var tilboði þeirra tekið. 

Samningurinn er með framlengingarheimild um tvisvar sinnum eitt ár.