Saman erum við sterkari

Stúlka með grímu
Stúlka með grímu

Nú hafa aðgerðir vegna kórónuvírussins verið hertar aftur og ýmsar áskoranir framundan. Flest vorum við farin að sjá fyrir endann á óvissunni sem hertók vormánuði þessa árs. 

Mörgum, ef ekki flestum, þykir erfitt að standa frammi fyrir þeirri raun að haustmánuðirnir gætu haft áframhaldandi óvissu og takmarkanir í för með sér. Á slíkum tímum er fátt mikilvægara en samstaða allra íbúa sem byggist á virkri þátttöku í að virða samfélagslegar reglur sem settar hafa verið á til þess að draga úr smitleiðum og vernda viðkvæma hópa. 

  • Hvernig getum við fylgt takmörkunum en á sama tíma hlúð hvert að öðru?
  • Hreyfum okkur! Göngum hringinn í kringum húsið okkar, frekar en að sleppa því.
  • Borðum næringarríkan mat, embætti landlæknis ráðleggur að einstaklingar borði 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag.
  • Drekkum hreina og góða vatnið okkar.
  • Hrósum hvert öðru.
  • Hugsum vel um okkur sjálf, stöldrum við og finnum hvað veitir okkur vellíðan.
  • Hlúum að svefninum.
  • Hlustum á hvert annað og sýnum aðstæðum annarra skilning.

Saman erum við sterkari, leggjumst öll á eitt til að tryggja sigur á baráttunni við skaðvaldinn 

Áfram við! 
Guðrún Magnúsdóttir  
Lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar