Þjónusta Reykjanesbæjar betri í átta þjónustuþáttum af tólf

Íbúar Reykjanesbæjar eru ánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu. Reykjaneshöllin…
Íbúar Reykjanesbæjar eru ánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu. Reykjaneshöllin fellur þar undir.

Reykjanesbær kemur vel út í nýrri þjónustukönnun Gallup og hækkar sig um 0,2 stig í 7 þjónustuþáttum og 0.3 stig í einum af samtals 12 sem kannaðir voru. Þjónustuþættirnir eru ánægja með sveitarfélagið sem stað til að búa á, þjónusta grunnskóla sveitarfélagsins, þjónusta við barnafjölskyldur, eldri borgara og fatlaða, gæði umhverfisins í nágrenninu og ánægja með þjónustu sveitarfélagsins í heild. Ánægja með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu hækkar um 0,3 stig og er munurinn tölfræðilega marktækur þar, ásamt hækkun á þjónustu grunnskóla og þjónustu sveitarfélagsins í heild.

Þjónusta Reykjanesbæjar eru yfir meðaltali sveitarfélaga í átta flokkum af 12, á pari við meðaltal í þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið og undir landsmeðaltali í sorphirðu, gæðum umhverfis og ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Í tveimur af þessum þremur flokkum hefur sveitarfélagið bætt sig frá því í fyrra en alltaf er tækifæri til að gera enn betur.

Ánægðastir eru íbúar með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu, sem fær 4,2 stig af 5 mögulegum, en ánægjan er minnst í skipulagsmálum, 3,3 stig.

Könnunin var framkvæmd af Gallup á tímabilinu 3. nóvember til 17. desember 2017. Um síma- og netkönnun var að ræða og bárust alls 299 svör.

Hér er hægt að skoða könnun