Skólaþjónustan heldur fjögur foreldrafærninámskeið í vetur

Námskeiðin fjögur miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Ljósmynd af neti með le…
Námskeiðin fjögur miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Ljósmynd af neti með leyfi til nota.

Fyrsta námskeiðið af fjórum sem skólaþjónusta Reykjanesbæjar ætlar að halda fyrir börn og foreldra í vetur er Klókir krakkar. Námskeiðið er meðferðarúrræði og verður kennt í alls átta skipti. Námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar hefst 8. október næstkomandi og Uppeldi barna með ADHD þann 10. október. Klókir litlir krakkar verður kennt á vormánuðum.

Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun. 

Öll námskeiðin fara fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1. Skráning er þegar hafin.

Með því að smella á þennan tengil er hægt að fá nánari upplýsingar um öll fjögur námskeiðin.