Meðal þeirra breytinga sem verða á Ljósanæturhátíðinni í ár er að kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpa Skólamatar færast frá smábátahöfn í Gróf að gatnamótum Hafnargötu 30 og Tjarnargötu.
Árgangagangan mínus 20. Allir færa sig niður um 20 húsnúmer
02.09.2019 Fréttir
Frá því Ljósanótt var fyrst haldin árið 2000 eru nú liðin 20 ár. Á þeim tíma hafa 20 nýir árgangar bæst í fullorðinna manna tölu auk þess sem elstu íbúar bæjarins frá þeim tíma hafa nú verið kvaddir til annarra verkefna.