Í gærkvöldi voru íslensku myndlistarverðlaunin 2020 veitt fyrir fullu húsi í Iðnó í Reykjavík. Að þessu sinni féllu þau í skaut Guðjóni Ketilssyni fyrir sýninguna Teikn sem opnuð var í Listasafni Reykjanesbæjar janúar 2019.
Komið hefur í ljós að óveðrið sl. föstudag olli talsverðum skemmdum við og í Skessuhelli og verður hellirinn því lokaður á meðan að viðgerð stendur yfir.
Lokanir og skert þjónusta vegna óveðurs föstudaginn 14. febrúar
13.02.2020 Fréttir
Frétt uppfærð kl. 14:30
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tilkynning til foreldra og forráðamanna vegna slæmrar veðurspár á morgun
13.02.2020 Fréttir
Þar sem veðurspá er mjög slæm fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar, þá biðjum við foreldra/forráðamenn að hafa eftirfarandi í huga.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.