Keflavíkurkirkja hélt upp á 95 ára afmæli sitt í gær með hátíðarguðsþjónustu en að henni lokinni var gestum boðið upp á snittur og afmælisköku í safnaðarheimilinu Kirkjulundi.
Föstudaginn 19. febrúar 2010 eru 10 ár frá því að Reykjaneshöllin fyrsta fjölnota húsið með yfirbyggðum knattspyrnuvelli á Íslandi var tekið í notkun. Óhætt er að segja að með tilkomu Reykjaneshallarinnar hafi verið markað spor í knattspyrnusögu Íslands. Fljótlega eftir að Reykjaneshöllin opnaði fór…
Á fimmtudag kom hópur barna af Bakka á leikskólanum Heiðarseli í heimsókn í Listasafn Reykjanesbæjar til að skoða sýningu Björns Birnir, Afleiddar ómælisvíddir, en skólabörn bæjarins eru tíðir gestir á sýningum listasafnsins.
Rokkstokk hljómsveitakeppnin haldin á ný í Frumleikhúsinu
12.02.2010 Fréttir
Rokkstokk, hljómsveita- og tónlistarkeppni fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 13 - 25 ára verður haldin í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 20.
Miðvikudaginn 17. febrúar verður haldin Öskudagshátíð fyrir 1. - 6. bekk.
Hátíðin stendur yfir frá kl. 14:00 til kl. 16:00. Nemendur mæti í Reykjaneshöll við Flugvallarveg.
Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: "Kötturinn" sleginn úr tunnunni, hoppukastalar, leikir, dans, glens og grín.
Að hátí…
Ásbrú Norður: Samstarf um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
05.02.2010 Fréttir
Bæjarstjórar sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar ásamt framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) undirrituðu í gær samstarfssamning um sameiginlega þróun og uppbyggingu á Ásbrú Norður.
Njarðvíkurskóli hlaut grænfánann, umhverfismerki vistvænna skóla, í annað sinn í dag og var fáninn afhentur við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Eftirlitsnefnd sveitarfélaga mun ekki aðhafast frekar í skoðun á fjármálum sveitarfélagsins
03.02.2010 Fréttir
Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem tekið er fram að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í skoðun á fjármálum sveitarfélagsins.