Undanfarið hefur verið töluverð umræða á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um húsnæðisvanda fólks og aðkomu barnaverndar í þeim málum. Af því tilefni telur velferðarsvið Reykjanesbæjar mikilvægt að koma þeim upplýsingum á framfæri að húsnæðisskortur einn og sér leiðir ekki til aðkomu barnaverndar eða þess að mál verði barnaverndarmál.