Brátt nær jólaundirbúningurinn hámarki og spennan magnast hjá börnunum. Þá er gott að geta brotið upp daginn með skemmtilegri heimsókn í Aðventugarðinn
Jákvæð rekstarniðurstaða og áfram mikill vöxtur hjá Reykjanesbæ.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024 til og með 2027 og gjaldskrá ársins 2024 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr. 665 þann 12. desember 2023 og einnig var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.
Fyrsti samráðsfundur um svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum var haldinn í Duus Safnahúsi í Reykjanesbæ mánudaginn 27. nóvember sl. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Vogar, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæslan Höfða, Keilir,
Mikil gleði ríkti í Aðventugarðinum um liðna helgi sem var opnunarhelgi garðsins. Ljósin voru tendruð á jólatré garðsins að lokinni Aðventugöngu og við tók fjölbreytt dagskrá helgarinnar í blíðskaparveðri. Fyrsti snjórinn féll á sunnudegi og jók heldur betur á töfra fallega Aðventugarðsins.
Þann 29. nóvember sl. tók Reykjanesbær þátt í fyrsta rafræna fundinum með norrænum bæjarstjórum í Barnvænum sveitarfélögum sem var tileinkaður réttindum barna. Alls voru níu bæjarstjórar sem tóku þátt frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi.
Nú er aðventan á næsta leiti, tími eftirvæntingar og jólaljósa sem lýsa upp skammdegið og setja allt umhverfið í hátíðlegan búning. Þá opnum við líka fallega Aðventugarðinn okkar þar sem fjölskyldur geta komið saman og notið á aðventunni.
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2023, var afhent við skemmtilega athöfn í Rokksafni Íslands í Hljómahöll á laugardag . Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og sjöunda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður verðlaunin fyrir framlag sitt til dægurtónlistar og tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.