Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2023, var afhent við skemmtilega athöfn í Rokksafni Íslands í Hljómahöll á laugardag . Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og sjöunda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður verðlaunin fyrir framlag sitt til dægurtónlistar og tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
Ungmennaráð í samstarfi við Fjörheima félagsmiðstöð héldu barna- og ungmennaþing 19. október s.l í Hljómahöll en þetta var í annað skiptið sem slíkt þing er haldið í sveitarfélaginu.Alls sóttu um 170 börn og ungmenni úr grunnskólum Reykjanesbæjar þingið en markmiðið var að veita þeim rödd innan stjó…
Í ljósi jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesi og mögulegra áhrifa þeirra á vatnsból Reykjanesbæjar að Lágum í Svartsengi hafa HS veitur og forsvarsmenn Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar unnið að því með stjórnvöldum að koma upp nýju vara vatnsbóli við Árnarétt í Garði. Nýtt vatnsból mun nýta…
Þann 2. nóvember síðast liðinn fór fram vinnustofa fyrir umsjónarfólk Barnvæns sveitarfélaga á vegum UNICEF. Tilgangurinn var að efla tengslanetið, kynnast öðrum umsjónaraðilum og læra af þeim, fá nýjar hugmyndir og læra nýja hluti sem eru gagnlegir fyrir verkefnið.
Seinni hluta dagsins fór fram fu…
Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga verður fyrst um sinn aðeins í Reykjavík
20.11.2023 Fréttir
Að tillögu Almannavarna Ríkislögreglustjóra hefur verið tekin ákvörðun að bíða með að opna þjónustumiðstöð í Reykjanesbæ fyrir íbúa Grindavíkur. Unnið er að því að koma þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjavík í betra horf og munu þau bíða með að opna aðrar þar til reynsla hefur komist á starfsemina…
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 16. nóvember 1996.
Eins og margir einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríkisstjórn og sveitarfélög hefur Reykjanesbær veitt bæjaryfirvöldum og íbúum Grindavíkur margvíslega aðstoð auk þess sem fleiri mögulegar aðgerðir og verkefni eru í skoðun.
Ný upplýsingasíða er komin í loftið um jarðhæringar á Reykjanesi. Upplýsingarnar sem þar er að finna eru settar fram í samvinnu við sveitafélögin á Reykjanesi.
Samningar voru undirritaðir um nýtt varðveisluhúsnæði við Flugvallarbraut 710 á Ásbrú sem mun umbylta aðstöðu safna Reykjanesbæjar til hins betra. Þar verða varðveittir munir og gögn frá byggðasafni-, listasafni-, skjalasafni- og bókasafni Reykjanesbæjar ásamt öðrum menningartengdum munum. Þegar hús…